Foreldrafélag er starfandi í Hólaborg. Þeir foreldrar sem velja að vera í foreldrafélaginu borga ákveðna upphæð á ári og foreldrafélagið býður börnunum upp á viðburði sem brjóta upp leikskólalífið í samstarfi við leikskólann. Fastir viðburðir eru sveitaferð, bolir fyrir sumarhátíð, kort frá jólasveini, jólasveinn á jólaballi, leikhús og hoppukastalar. Lögð er áhersla á að nota þá peninga sem safnast í uppákomur fyrir þau börn sem eru í leikskólanum en ekki safna þeim í sjóð. Foreldrafélagið er með læsta síðu á facebook og þar kemur fram ýmislegt sem er á dagskrá og bryddað upp á umræðuefnum. Einnig hefur leikskólinn notað síðuna til að spyrja foreldra álits á ýmsu.