Leikskólinn Hólaborg

Menu
  • Leikskólinn
    • Um Hólaborg
    • Starfsfólk
    • Dagskipulagið
    • Gildi Hólaborgar
      • Hamingja
      • Heilbrigði
      • Sjálfræði
    • Söngbók
    • Námskrá Hólaborgar
  • Deildir
    • Krummadeild
      • Starfsfólk
    • Spóadeild
      • Starfsfólk
    • Eldhús
      • Starfsfólk
      • Matarstefna
  • Hagnýtar upplýsingar
  • Leikur og nám
    • Starfsáætlun
    • Námsaðferðir
      • Leikur
      • Málrækt
      • Sköpun
    • Námskrá Hólaborgar
  • Contacts
  • Námskrá Hólaborgar

Leikskólinn Hólaborg

  • Leikskólinn
    • Um Hólaborg
    • Starfsfólk
    • Dagskipulagið
    • Gildi Hólaborgar
      • Hamingja
      • Heilbrigði
      • Sjálfræði
    • Söngbók
    • Námskrá Hólaborgar
  • Deildir
    • Krummadeild
      • Starfsfólk
    • Spóadeild
      • Starfsfólk
    • Eldhús
      • Starfsfólk
      • Matarstefna
  • Hagnýtar upplýsingar
  • Leikur og nám
    • Starfsáætlun
    • Námsaðferðir
      • Leikur
      • Málrækt
      • Sköpun
    • Námskrá Hólaborgar
  • Contacts
  • Námskrá Hólaborgar

Matarstefna

  • Prenta |
  • Netfang
Nánar
Greinaflokkur: Eldhús
Birt þann 3. Desember 2014
Skoðað: 4089

Matarstefna Hólaborgar

Hollusta er eitt af lykilhugtökum Hólaborgar. Dagleg næring hefur áhrif á líðan okkar og hæfni til að taka þátt í leik, starfi og námi. Það er því grundvallaratriði að börnin fái vel að borða og í Hólaborg höfum við sett okkur stefnu um þann mat sem börnin fá í leikskólanum.

  • Vandað er til hráefniskaupa og lögð er áhersla á hollan og fjölbreyttan mat
  • Ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði og næringarefni eru höfð til viðmiðs við gerð matseðla
  • Áhersla er lögð á að maturinn sé unninn frá grunni
  • Salt og sykur er notað í lágmarki og ekki er notað MSG í mat barnanna
  • Flest brauð eru heimabökuð og eru þau sykurlaus, nema rúgbrauðið, og lögð er áhersla á að hafa trefjamagnið ekki lægra en 7%
  • Brún eða hýðishrísgrjón og heilkornapasta er valið fram yfir hvít grjón og hvítt pasta
  • Fiskur er ávallt tvisvar í viku
  • Alltaf er boðið upp á mjólk með soðnum fiski, til að auka orkuinntöku barnanna
  • Nýmjólk er fyrir yngstu börnin, léttmjólk fyrir þau eldri
  • Þegar keypt er unnin kjötvara er þess gætt að salt, fita og aukaefni séu þannig að varan standist Ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði og næringarefni
  • Með kolvetnisríkum máltíðum er lögð áhersla á að hafa próteinríkt álegg, eins og egg eða túnfisksalat, með matnum og í nónhressingu þann daginn
  • Boðið er upp á ávexti, grænmeti og lýsi á hverjum degi
  • Gott aðgengi er að drykkjarvatni inni á deildum
  • Afgangar eru nýttir eins og hægt er s.s afgangsfiskur í plokkfisk
  • Matseðlar eru birtir á heimasíðu leikskólans og einnig í fataherbergjum leikskólans
  • Merkt er við á sérstakan lista þannig að foreldrar geta fylgst með því hvernig barn þeirra borðaði þann daginn  
  • Við gerum okkur stundum dagamun og bjóðum upp þá á kökur eða annað, en þá er lögð áhersla á að kunna sér hóf og að njóta.

Sérstakar óskir:

  1. Þau börn sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir ákveðnum matarflokkum skila inn vottorði frá lækni og matreitt er sérstaklega fyrir þau.
  2. Foreldrar barna sem af öðrum ástæðum hafa sérstakar óskir um mat barna sinna ræða það við leikskólastjóra og/eða deildarstjóra barnsins.

Borðhald hefur uppeldislegt gildi

Kennarar borða með börnunum og eru þeim fyrirmyndir. Börnin eiga að taka þátt í því að undirbúa og ganga frá eftir matinn, þá læra þau gildi samvinnu og að þátttaka allra skiptir máli. Þannig kvikar einnig áhugi á mat og næringu. Börnin fá sér sjálf á diskinn og gera það sjálf sem þau hafa aldur og þroska til, þeir sem geta ganga frá eftir sig. Lögð er áhersla á að allir fái smá af því sem er í matinn á diskinn og eru börnin hvött til að smakka. Við undirbúning máltíðar og á meðan á henni stendur nota kennarar tækifærið til að ræða við börnin um daginn og veginn og þann mat sem í boði; t.d. hvaðan kemur plokkfiskur?

Leikskólinn Hólaborg

Suðurhólar 21, 111 Reykjavík
Símar: 4113210 / 8972258
holaborg@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning

Meðferð persónuupplýsinga hjá skóla- og frístundasviði