Leikskólinn Hólaborg

Menu
  • Leikskólinn
    • Um Hólaborg
    • Starfsfólk
    • Dagskipulagið
    • Gildi Hólaborgar
      • Hamingja
      • Heilbrigði
      • Sjálfræði
    • Söngbók
    • Námskrá Hólaborgar
  • Deildir
    • Krummadeild
      • Starfsfólk
    • Spóadeild
      • Starfsfólk
    • Eldhús
      • Starfsfólk
      • Matarstefna
  • Hagnýtar upplýsingar
  • Leikur og nám
    • Starfsáætlun
    • Námsaðferðir
      • Leikur
      • Málrækt
      • Sköpun
    • Námskrá Hólaborgar
  • Contacts
  • Námskrá Hólaborgar

Leikskólinn Hólaborg

  • Leikskólinn
    • Um Hólaborg
    • Starfsfólk
    • Dagskipulagið
    • Gildi Hólaborgar
      • Hamingja
      • Heilbrigði
      • Sjálfræði
    • Söngbók
    • Námskrá Hólaborgar
  • Deildir
    • Krummadeild
      • Starfsfólk
    • Spóadeild
      • Starfsfólk
    • Eldhús
      • Starfsfólk
      • Matarstefna
  • Hagnýtar upplýsingar
  • Leikur og nám
    • Starfsáætlun
    • Námsaðferðir
      • Leikur
      • Málrækt
      • Sköpun
    • Námskrá Hólaborgar
  • Contacts
  • Námskrá Hólaborgar

Námskrá Hólaborgar

  • Prenta |
  • Netfang
Nánar
Greinaflokkur: Leikskólinn
Birt þann 15. September 2017
Skoðað: 3881

 

námskrá

Hér er tengill á Námskrá Hólaborgar.  

Dagskipulag/Daily organization /Plan dnia

  • Prenta |
  • Netfang
Nánar
Höfundur: UTD Stjóri
Greinaflokkur: Leikskólinn
Birt þann 19. Janúar 2015
Skoðað: 25217

Opnun

Leikskólinn opnar kl. 7.30 og mæta börnin þá á Lóudeild. Tveir starfsmenn eru með hópinn til kl.8.00 en þá fara allir á sínar deildir. Rólegt starf er á deildinni þennan hálftíma.

Opening
The pre-school opens at 07:30 and then the children arrive in Lóudeild, (department). Two employees take care of the group until 8:00 and then everyone goes to their own department. The school work is calm during these 30 minutes.

Otwarcie
Przedszkole otwierane jest o godz. 7.30 i dzieci przychodzą na oddział Lóudeild. Z tą grupą przebywa dwóch pracowników do godz.8.00, po czym wszyscy przechodzą na swoje oddziały. W ciągu tej pół godziny praca na tym oddziale jest spokojna.


Hópastarf

Það er hópastarf á öllum deildum fyrir hádegi kl 9.00 – 9.45. Þá fara börnin í litla hópa 4 til 5 saman í hóp. Í hópastarfi er ýmislegt starfað þar sem komið er inn á sköpun, hreyfingu, læsi, könnunarleik, útinám og fl. Þar er einnig sérstakt starf fyrir elstu börnin. Í hópastarfi gefst gott tækifæri til að vinna með málrækt, vináttu og tengslamyndun.

 Group work
Each department has group work before noon at 09.00 – 09:45. The children are divided into small groups of 4-5 children per group. The group work has various projects which includes creation, exercise, reading, exploration games, outside learning, etc. There are also special projects for the oldest children. Group work offers a good opportunity for working with language development, friendship and bonding.

Zajęcia grupowe
Przed południem, na każdym oddziale od godz. 9.00-9.45 odbywają się zajęcia grupowe. Dzieci dzielone są w małe grupy 4-5 osobowe. Podczas zajęć grupowych pracuje się m.in. nad kreatywnością, ruchem, umiejętnościami czytania i pisania, grami doświadczalnymi i nauką na dworze. Podczas zajęć grupowych dzieci mają możliwość pracy nad mową, zawiązywaniem znajomości i przyjaźnią. Dla najstarszych dzieci organizowane są specjalne zajęcia.


Flæði

Þrjá föstudaga í mánuði er FLÆÐI í Hólaborg. Klukkan 9 - 10 er boðið upp á verkefni á fjórum svæðum. Hurðir á deildum eru opnaðar og börnin mega fara um leikskólann að vild.

Í flæði fá yngri börnin tækifæri til að kynnast umhverfi eldri deildana og þau eldri að heimsækja gamlar slóðir.

Flow
Three Fridays per month Hólaborg has a so called “flow” or “Flæði”. Between the hours of 9-10 there are projects offered in four areas. The doors between the departments are opened and are the children free to roam the pre-school at will.
During the flow the younger children have the opportunity to familiarize themselves with the environment of the older departments and the older children visit their past department.

Cyrkulacja
W Hólaborg trzy piątki w miesiącu miejsce ma CYRKULACJA (FLÆÐI). Od godziny 9-10 oferujemy ćwiczenia w czterech miejscach. Drzwi do wszystkich oddziałów są otwarte, a dzieci mogą przemieszczać się swobodnie.
Podczas cyrkulacji młodsze dzieci mają możliwość zapoznania się ze środowiskiem starszych oddziałow, a starsze dzieci mogą odwiedzić stare kąty.


Hvíld

Á öllum deildum er farið í hvíld eftir hádegismatinn. Börnin leggjast á dýnur og fá kodda og teppi. Þau börn sem ekki sofa hlusta á sögur eða tónlist í 20 – 30 mín. Hin sem sofa fá þá hvíld sem þau þarfnast.

Rest
Each department has resting time after lunch. The children lay down on mattresses and are given a pillow and a blanket. Those children who do not sleep listen to music or stories for 20-30 minutes. The others who sleep get the rest they need.

Odpoczynek
Po obiedzie, na każdym oddziale, dzieci odpoczywają. Kładą się one na materace, otrzymują poduszkę i kocyk. Dzieci, które nie zasypiają, słuchają opowieści lub muzykę przez 20-30 minut. Dzieci, które potrzebują odpoczynku, zasypiają.


Leikur

Leikurinn er mikilvægasta tæki barna til náms. Í Hólaborg leggjum við mikla áherslu á frjálsan og sjálfssprottinn leik.

Lögð er áhersla á að hvert barn nýti styrkleika sína og áhugasvið. Hlutverk kennarans er að styrkja leikinn, útvega efnivið, hvetja til jákvæðra samskipta og skrá ferlið sem á sér stað í leik barnanna.

Play
Play is the most important device children use to learn. At Hólaborg we place a lot of emphases on free and spontaneous play.
An emphasis is placed on each child utilizing its strengths and interests. The teacher’s place is to support the play, provide material and encourage positive communications and record what happens during the children’s play.

Zabawa
Zabawa jest najważniejszym narzędziem dzieci do nauki. W Hólaborg koncentrujemy się na wolnej i spontanicznej zabawie.
Koncentrujemy się na tym, żeby każde dziecko korzystało ze swoich mocnych stron i zainteresowań. Zadaniem nauczyciela jest wspieranie zabawy, zapewniając materiały, zachęcając do pozytywnych interakcji i rejestrując proces, który ma miejsce podczas zabawy dzieci.


Málörvun

Lögð er áhersla á málrækt í öllu starfi leikskólans. Allir liðir dagskipulagsins eru málræktarstundir. Við leggjum áherslu á að tala við hvert barn með tilliti til stöðu þess í máltöku.

Orð eru sett á allar athafnir og hluti og endurtekning orða og setninga.

Einnig eru litlir hópar í markvissri málrækt. Þar er unnið samkvæmt einstaklingsnámskrá hvers barns til að örva málskilning, tjáningu og framburð.

Language stimulation
An emphasis is placed on language growth in all work within the pre-school. All parts of the daily organization are intended for language growth. We emphasize on speaking to each child according to its status in language acquisition.
Words are placed on all actions, things and are words and sentences repeated.
There are also small groups focusing on language growth. There we work according to the individual curriculum of each child to stimulate comprehension, expression and pronunciation.

Stymulacja mowy
Koncentrujemy się na kształceniu mowy w każdej pracy przedszkola. Wszystkie pozycje w planie dnia są chwilami stymulującymi mowę. Skupiamy się, żeby rozmawiać z każdym dzieckiem, biorąc po uwagę jego umiejętności i nabytą mowę.
Nazywamy wszystkie czynności i przedmioty, powtarzamy słowa i zwroty.
Istnieją również małe grupy, w których systematycznie ćwiczy się mowę, pracujemy wtedy według indywidualnego toku nauczania każdego dziecka, żeby stymulować ekspresję, rozumienie i wymowę.


Samverustund

Á öllum deildum er samverustund um kl. 10.00. Þá koma börnin saman, ýmist allur hópurinn eða þeim er skipt í minni hópa. Í samverustund er verið er að syngja, spjalla eða lesa. Börnin fá ávexti í samverustund.

Group time
In all departments there is a group time around 10.00 o’clock. The children gather, either the whole group or splitting them into smaller groups. During group time they sing, chat or read. Children are offered fruit during group time.

Wspólna chwila
Na każdym z oddziałów około godziny 10 odbywa się wspólna chwila. Dzieci schodzą się razem, całą grupą lub dzielone są na mniejsze grupy. Podczas chwili wspólnej śpiewamy, rozmawiamy lub czytamy. W tym czasie dzieci otrzymują owoce.


Söngfundur

Fyrsta föstudag hvers mánaðar koma allar deildir saman á söngfund. Deildirnar skiptast á að bjóða hinum til sín að hlusta á söng sem þau hafa verið að æfa og svo syngja allir saman nokkur lög í lokin.

Börnin búa til boðskort sem þau fara með á milli deilda.

Singing meeting
For the first Friday of each month all departments gather for a singing meeting. The departments take turns inviting the other departments over to listen to the songs they have been practicing and in the end all the departments sing a few songs together.
The children make invitations which they give to the other departments.

Spotkanie śpiewu
W każdy pierwszy piątek miesiąca wszystkie oddziały schodzą się razem na spotkanie śpiewu. Oddziały zmieniają się, zapraszają na wysłuchanie piosenek, które ćwiczyły, a na zakończenie wszyscy śpiewają razem kilka piosenek.
Dzieci przygotowują zaproszenia, które roznoszą pomiędzy oddziałami.


Tannburstun

Eftir hádegismatinn eru börnin tannburstuð (nema að foreldrar séu andvígir því). Allir eiga merktan tannbursta sem er geymdur í þar til gerðu boxi. Einungis starfsfólkið burstar tennurnar og börnin fá tannburstana ekki í hendurnar til að koma í veg fyrir óþrifnað.

Brushing teeth
After lunch the children’s teeth are brushed (unless the parents are opposed to it). Everyone has their own toothbrush which is marked with their name and kept in a special box. Only the staff brush their teeth and do the children not hold the tooth brushes to prevent them getting dirty.

Mycie zębów
Po obiedzie dzieciom myje się zęby (chyba że rodzice są temu przeciwni). Wszystkie szczoteczki są oznaczone i przetrzymywane w przygotowanym do tego pudełku. W celu zapobiegnięcia bałaganu tylko pracownicy szczotkują zęby, a dzieci nie dostają szczoteczki do ręki.


Útivera

Farið er í útiveru alla daga nema að veðrið komi í veg fyrir það. Útivera er á öllum deildum eftir samveru á morgnana en svo er það breytilegt hvort farið er út eftir hádegi en það ræðst af hópastarfi, veðurfari, og aldri barnanna.

Outings
The children go outside everyday unless the weather prevents it. Outings are in each department after group time in the mornings but it differs whether they go before or after lunch depending on group work, the weather and the children’s ages.

Pobyt na dworze
Codziennie każdego poranka dzieci wychodzą na dwór, chyba że warunki pogodowe na to nie pozwalają. Każdy oddział wychodzi na dwór po wspólnej chwili. Pobyt na dworze po południu jest zmienny i zależy od zajęć grupowych, warunków pogodowych i wieku dzieci.


Vettfangsferðir

Nokkrar vettvangsferðir eru farnar yfir árið. Elstu börnin fara í fleiri en þau sem eru yngri. Farið er í heimsóknir á nokkra staði í nærumhverfi og einnig er tekinn strætó lengra í burtu. Sem dæmi um ferðir eru Gerðuberg, bókasafnið, Árbæjarsafn, tónlistarviðburðir í Hörpu og Háskólabíó, sveitaferð, útskriftarferð, bæjarferð og fl.

Field trips
A few field trips are taken throughout the year. The oldest children take more trips than the younger ones. Visits are taken to a few places in the neighbourhood and the bus is also taken for longer trips. An example of a few trips is Gerðuberg, the library, Árbæjar museum, music events in Harpa and Háskólabíó, the farm trip, the graduation trip and a city tour, etc.

Wycieczki
W ciągu roku organizowanych jest kilka wycieczek terenowych. Starsze dzieci wyjeżdżają częściej niż te młodsze. Odwiedzamy miejsca znajdujące się w rejonie przedszkola i jeździmy też komunikacją miejską w miejsca bardziej odległe. Przykładowe miejsca wycieczek to Gerðuberg, biblioteka, muzeum Árbæjarsafn, wydarzenia muzyczne w Harpie i Háskólabíó, wycieczki na wieś, wycieczki na zakończenie przedszkola i do miasta itp.


Í lok dags

Klukkan 16.30 fara þau börn sem eftir eru í húsinu inn á Krummadeild í svokölluð skil. Foreldrar sækja þau þangað nema að þau séu úti á þeim tíma. Þar eru tveir starfsmenn með þeim en leikskólinn lokar kl.17.00. Rólegt starf er á deildinni þennan hálftíma.

Frá kl. 16.30 er gengið inn á Lóudeild og aðrar hurðar í húsinu eru læstar.

At the end of the day
At 16:30 the remaining children go to Krummadeild for the so called “skil” or “return”. Parents pick them up there unless they are outside at the time. There two employees stay with them but the kindergarten closes at 17:00. The school work is calm during this half hour. From 16:30 all doors are locked except the entrance to Lóudeild.

Zakończenie dnia
O godz. 16.30 wszystkie dzieci, które przebywają w budynku, przechodzą na oddział Krummadeild, z którego rodzice odbierają swoje dzieci, chyba że, przebywają one wtedy na dworze. Dwóch pracowników przebywa wtedy z dziećmi, a przedszkole jest zamykane o godz. 17.00. W ciągu tej pół godziny praca na tym oddziale jest spokojna. Od godz. 16.30 wchodzi się na oddział Lóudeild, gdyż pozostałe drzwi w budynku są zamknięte.

Um leikskólann

  • Prenta |
  • Netfang
Nánar
Höfundur: UTD Stjóri
Greinaflokkur: Leikskólinn
Birt þann 29. Október 2014
Skoðað: 14764

Leikskólinn Hólaborg er byggður árið 1977 og tekinn í notkun í maí sama ár. Nú dvelja 50 börn samtímis á þremur deildum sem heita Lóudeild, Krummadeild og Spóadeild. Yngstu börnin eru á Lóudeild, þau elstu á Krummadeild og Spóadeild er mið deildin okkar.

Hólaborg er mitt á milli Hólabrekkuskóla og leikskólans Suðurborg. Einnig er verslunarmiðstöðin Hólagarður nálægt. Stutt er í menningarmiðstöðina Gerðuberg og leikskólann Hraunborg. Frá Hólaborg er göngufært í heilsugæslu, sundlaug og á íþróttavelli. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er einnig í nágrenninu. Góðir göngustígar eru í hverfinu og fjölbreytt útivistarsvæði í Elliðarárdalnum.

Hólaborg, Suðurborg og Hraunborg eru í samstarfi um ákveðna starfsliði en við erum einnig í samstarfi við leikskólana í Fellahverfi; Ösp og Holt.

Í Hólaborg eru þrjú lykilhugtök það eru hamingja - heilbrigði og sjálfræði.

Leikskólastarfið grundvallast á þeirri sýn að börn séu hæf til þess að skapa sér sjálf góðar aðstæður til að vaxa í og fá aðra til að vaxa með sér. Þetta er þó háð því að viðhorf og umgjörð starfsins viðurkenni þetta og sé sniðið eftir því. Við lítum svo á að börnin séu samstarfsfólk okkar hér í leikskólanum.

Suðurhólum 21, 111 Reykjavík
Sími: 4113210, Netfang: holaborg(hjá)reykjavik.is
Leikskólastjóri: Sigrún Grétarsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fjöldi barna í Hólaborg er 50

Undirflokkar

Hagnýtar upplýsingar


 Að koma og fara 

Þegar börnin koma er mikilvægt að foreldrar komi með þau til starfsfólks deildarinnar. Alls ekki skilja þau eftir í fataherbergjum eða láta þau labba ein inn á deild.

Það er einnig mikilvægt að foreldrar fari ekki með börnin út úr húsi án þess að starfsfólk á deildinni viti af því.

Þá er mikilvægt öryggisatriði að foreldrar passi upp á að loka öllum hurðum á eftir sér og hliðinu í garðinum þegar gengið er þar í gegn. 


 Aðlögun

Þegar barni er úthlutað plássi í Hólaborg fá foreldrar/forráðamenn tölvupóst þess efnis. Mikilvægt er að foreldrar hafi samband við leikskólastjórann og láti vita hvort þeir ætli að þiggja plássið eða ekki.

Foreldrar eru boðaðir í foreldrasamtal stuttu áður en barnið byrjar og fá þá upplýsingar um hvernig aðlögun verður háttað og um helstu áhersluatriði í starfi Hólaborgar og á þeirri deild sem barnið byrjar á.

Í Hólaborg erum við með þátttökuaðlögun. Þá er barnið í þrjá daga með foreldri frá kl. 8.30 – 14.30. Foreldri sinnir barninu á meðan á aðlögun stendur og tekur þátt í starfinu.  Það er sjálfsagt að foreldrar  skipti þessum tíma  á milli sín eins og þeim hentar. Ef aðlögun hefur gengið vel þessa þrjá daga kemur barnið á fjórða degi í upphafi dags og foreldri kveður það. Gera má ráð fyrir að fjórði dagurinn sé í styttra lagi en það ákveða deildarstjóri og foreldrar í sameiningu.

Í þátttökuaðlögun kynnist barnið leikskólanum, starfsfólki og hinum börnunum með foreldrum sínum. Foreldrar kynnast starfi leikskólans og starfsfólki og eiga auðveldara með að skilja barnið eftir þegar að því kemur.  


 Afmælisdagar

Okkur finnst afmælisdagar vera merkisdagar og við leggjum okkur fram við að gera daginn eftirminnilegan fyrir afmælisbarnið.
Haldið er upp á afmæli barnanna í samverustund fyrir hádegi. Börnin mega koma með uppáhalds ávextina sína ef þau vilja. Samverustundin er tileinkuð afmælisbarninu, við syngjum afmælissönginn og barnið býður félögum sínum ávexti.  
Afmælisbarnið gerir kórónu sem það fer með heim.

Boðskort í afmæli
Það má koma með boðskort í afmæli ef bjóða á öllum strákunum, öllum stelpunum eða allri deildinni. Starfsfólk tekur við boðskortunum og afhendir foreldrum þeirra barna sem boðið er.

Birthdays
We think birthdays are remarkable and we work hard to make the day memorable for the birthday child.
We celebrate children‘s birthdays during morning gathering. The children can bring their favorite fruits from home if they like. morning gathering is dedicated to the birthday child; the birthday song is sung and the child offers the other children fruits.
The birthday child makes a crown that it brings home.

Birthday invitation cards
Bringing birthday invitation cards is allowed if all the boys, all the girls or the entire division are to be invited. A member of the staff will take the invitations and give to the invited children‘s parents.

Urodziny w przedszkolu

Staramy się aby urodziny i specjane dni   jakie obchodzimy w przedszkolu były miłym i nie zapomnianym wydarzeniem.

Spotkanie urodzinowe odbywa sie przed  południem  na  tzw ‘‘ samverustund‘‘ (wspolne spiewnie ) . Dzieci,  które maja urodziny mogą przyjść  ze swoimi  ulubionymi owocami. Całe spotkanie jest poświecone dziecku, które w danym dniu ma urodziny,  dzieci śpiewają „Sto Lat“  i częstują się owocami.  Dziecko robi koronę urodzinową którą później może zabrać ze sobą do domu.

Zaproszenia urodzinowe

Do przedszkola można również przyjść z zaproszeniami dla dzieci, które chcialibyśmy zaprosić na przyjęcie urodzinowe. Pracownik przedszkola odbiera zaproszenia i wręcza rodzicom dziecka, które jest proszone na urodziny.  


 Breyta vistunartíma

Ef foreldrar þurfa að breyta vistunartíma er hægt að gera það rafrænt á rafrænni Reykjavík eða á þar til gerðu eyðublaði sem má nálgast hjá Pálu eða Sigrúnu. 


 Fatnaður og fataherbergi

Það er mikilvægt að barnið hafi allan þann fatnað sem nauðsynlegur er til að það geti tekið þátt í starfi leikskólans. Þægilegur fatnaður sem heftir ekki hreyfingar og sem má blotna og jafnvel sulla á mat eða málningu.

Útivera er hluti af daglegu starfi og því þarf að vera klæðnaður eftir veðri í hólfinu. Klæðnaður barnanna þarf að vera í samræmi við veðurfar, auka vettlingar þegar blautt og kalt er og sólhattur og stuttermabolur þegar heitt er. Við hvetjum foreldra til að spyrja starfsfólk álits ef þeir eru í vafa með fataval.  

Fyrir ofan hólf barnanna eru kassar þar sem geymd eru aukaföt. Mikilvægt er að fara reglulega yfir þá og bæta fötum í þá eftir þörfum. Blaut og óhrein föt eiga að fara heim. Ekki er hægt að geyma töskur barnanna í hólfunum vegna þrengsla í fataherbergjum.

Tæma þarf allt úr hólfinu á föstudögum.

Fatamerkingar eru nauðsynlegar því að mörg börn eru að klæða sig í og úr á sama tíma á sama stað. Oft fer fatnaður á flakk og þá auðveldar frágang þegar fatnaður er merktur. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að starfsfólk þekki fatnað allra barnanna.

Við hvetjum foreldra til að fara reglulega yfir óskilakassana sem eru í fataherbergjunum. 


Hver má sækja

Þegar barnið byrjar í leikskólanum fylla foreldra út eyðublað þar sem kemur fram hverjir mega sækja það.  Mikilvægt er að láta starfsfólk leikskólans vita ef einhver annar en þeir sem eru skráðir sækja barnið.

Börn 12 ára og yngri mega ekki sækja börn í leikskólann. Það er vegna þess að ekki er almennt talið æskilegt að börn yngri er 12 ára séu gerð ábyrg fyrir öryggi og velferð yngri barna á leið til og frá leikskóla. 


Minnispunktar fyrir foreldra

Fylgja börnunum alla leið inn á deild
Ekki skilja bílana eftir í gangi fyrir utan leikskólann
Fylla á kassana fyrir auka fötin
Tæma hólfin á föstudögum
Merkja fatnað barnanna
Muna eftir útifötum, hlýjum peysum, pollagöllum, auka vettlingum og ullarsokkum
Taka heim það sem er í hólfum barnanna eins og blaut og óhrein föt og listaverk
Gefa sér tíma til að fara yfir óskilamunina
Láta vita ef börnin eru veik eða í fríi 


 Opnunartími

Hólaborg er opin frá kl. 7.30 – 17.00.

Frá kl. 7.30 – 8.00 eru öll börn á Lóudeild og fara svo á sína deild kl. 8.00.
Frá 16.30 – 17.00 eru öll börn á Krummadeild.

Hólaborg fær sex starfsdaga á ári og eru þeir ákveðnir fyrir hvert leikskólaár og má sjá hvenær þeir eru í viðburðardagatali á heimasíðunni.

Leikskólinn er lokaður í 4 vikur á sumrin og er lokunartími hvers árs ákveðinn í janúar. Hann er skráður í viðburðardagatal. Sumarið 2015 verður lokað 8. júlí til 6. ágúst

Hólaborg er lokuð á rauðum dögum í dagatali: 
Skírdag
Föstudaginn langa
Annan í páskum
Sumardaginn fyrsta
1. maí
Uppstigningardag
Annan í hvítasunnu
17. júní
Frídag verslunarmanna
Annan í jólum
1. janúar

Opið er frá 7.30-12.00 á aðfangadag og gamlársdag 


Tannburstun

Hólaborg tekur þátt í þróunarverkefni ásamt öðrum leikskólum í Efra Breiðholti og Landlæknisembættinu.

Tannlæknir kemur reglulega og skoðar tennur barnanna. Hann hefur samband við foreldra þeirra barna sem eru með sjáanlegar skemmdir.

Eftir hádegismat burstar starfsfólkið tennur barnanna.
Lögð er áhersla á hreinlæti og fá börnin aldrei tannburstann í hendur.
Áfram er lögð áhersla á að foreldrar bursti tennur barna sinna kvölds og morgna. 
Þegar börnin eru orðin 3ja ára eru foreldrar hvattir til að fara með þau til tannlæknis og fyrr ef um skemmdir er að ræða. 


 Veikindi barna

Leikskólinn er fyrir frísk börn og gert er ráð fyrir að börnin geti tekið þátt í öllu starfi leikskólans bæði inni og úti. Það er réttur barnsins að vera heima þegar það er veikt. Veikt barn getur smitað önnur börn og starfsfólk.  Þegar barnið kemur aftur í leikskólann eftir veikindi getur það fengið að vera inni í einn til tvo daga.
Ekki er hægt að fyrirbyggja veikindi með inniveru í leikskólanum.  Börn sem eru með hita eða almenna vanlíðan eiga að vera heima þar til þau ná heilsu. Fái barn smitandi sjúkdóm verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá. Þetta er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitsemi við önnur börn. 
Ef barn veikist í leikskólanum hringjum við í foreldra og það er því mikilvægt að leikskólinn hafi rétt símanúmer.
Æskilegt er að foreldrar tilkynni veikindi barna sinna í leikskólann í síma 557-6140.


Lyfjagjafir í leikskólanum skal takmarka eins og kostur er. Starfsfólk leikskólans gefur ekki lyf nema brýn nauðsyn beri til.  Ef barnið þarf að taka lyf á leikskólatíma skal foreldri hafa samband við deildarstjóra og koma öllum upplýsingum til hans. 

Gildi Hólaborgar

Foreldrafélagið Fuglabjarg

Foreldrafélag er starfandi í Hólaborg. Þeir foreldrar sem velja að vera í foreldrafélaginu borga ákveðna upphæð á ári og foreldrafélagið býður börnunum upp á viðburði sem brjóta upp leikskólalífið í samstarfi við leikskólann. Fastir viðburðir eru sveitaferð, bolir fyrir sumarhátíð, kort frá jólasveini, jólasveinn á jólaballi, leikhús og hoppukastalar. Lögð er áhersla á að nota þá peninga sem safnast í uppákomur fyrir þau börn sem eru í leikskólanum en ekki safna þeim í sjóð. Foreldrafélagið er með læsta síðu á facebook og þar kemur fram ýmislegt sem er á dagskrá og bryddað upp á umræðuefnum. Einnig hefur leikskólinn notað síðuna til að spyrja foreldrar álits á sem dæmi afmælisreglum, heimasíðu og litadögum.

Foreldraráð

Leikskólinn Hólaborg

Suðurhólar 21, 111 Reykjavík
Símar: 4113210 / 8972258
holaborg@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning

Meðferð persónuupplýsinga hjá skóla- og frístundasviði